Fæddur 1923 í bænum Slatinské Doly í Tékkóslovakíu.
Einn af 7 systkinum og strangtrúaður gyðingur.
1940 flúði Ján til Frakklands og gekk í raðir andspyrnuhreyfingar Tékka þar.
Öll hans fjölskylda var síðar drepin í útrýmingarbúðum Nazista í Auschwitz.
Eftir fall Frakklands flúði Ján og félagar hans til Bretlands 1943 og gengu í breska herinn til að berjast gegn yfirgangi þjóðverja í Evrópu. Þar tók hann upp nýtt nafn til hægðarauka og gekk undir nafninu Ivan du Maurier sem hann fékk lánað af sígarettupakka.
Eftir stríðið skipti Ján – Ivan aftur um nafn og tók upp nafnið Ian Robert Maxwell.
Engum óraði fyrir því að þetta nafn yrði síðar heimsfrægt.
Robert Maxwell eins og hann var ávallt kallaður nýtti sér sambönd sín eftir hermennskuna til að ná umboði fyrir þekkt útgáfufélag vísindarita Springer Verlag fyrir Bretland og Bandaríska markaðinn. Með honum var þekktur ristjóri Paul Rosbaud sem keypti fjórðung í félaginu sem skýrt var Pergamon Press eftir kaupin. Þetta félag varð síðan stórveldi og skráð bresku í kauphöllina.
Robert Maxwell var stór maður og mikill skrokkur, hann var frekur og yfirgangsmaður sem gekk eins langt og hægt var í hverju máli.
Honum var sem dæmi vikið úr stjórn Pergamon Press 1969 eftir að upp komst að hann hafði í gegnum eigin félög hækkað hlutabréfaverð í félaginu með kaupum og sölum án þess að aðrir vissu.
Hann náði inná þing fyrir Verkamannaflokkinn 1964 og sat á breska þinginu í 6 ár samhliða miklum umsvifum í viðskiptum. Hann lýsti dvöl sinni þar sem vonbrigðum þar sem þingmenn fengu litlu áorkað.
Árið 1974 náðu Maxwell að kaupa Pergamon Press á ný með skuldsettri yfirtöku auk þess að kaupa félag sem hét British Printing Corp. Þessi félög voru síðan sameinuð í nýtt félag sem var skráð í Licthenstein undir firmaheitinu Maxwell Communications Corporation.
Það urðu mikil tímamót 1984 þegar Maxwell tókst að kaupa dagblaða útgáfuna Mirror Group sem meðal annars gaf út hið þekkta dagblað Daily Mirror auk 5 annara blaða. Þar með hófst stríð á milli risanna á breska dagblaðamarkaðnum Robert Maxwell og Rubert Murdoch sem hafði þá þegar keypt The Sun og News of the World.
Kaup Maxwell á Macmillian útgáfunni í Bandaríkunum fyrir 2.6 milljarða dollara gerðu þetta útgáfuveldi það öflugasta á sinni tíð.
Þegar þarna var komið átti Maxwell helming í MTV Europe, Nimbus Records og Berlitz tungumála skólana auk fjölda annara smærri fyrirtækja.
Allt þetta veldi var hins vegar skuldsett um of sem á endanum varð til þess að selja þurfti miklar eignir að kröfu viðskiptabankanna.
Það gengu alltaf miklar sögur af þessum fátæka innflytjanda frá Tékkóslóvakíu. Það var vitað að hann átti sterk tengsl inní MI6, KGB og Mossad. Á tímabili var því haldið fram að hann hefði alla tíð verið á mála hjá Mossad sem njósnari. Því neitaði Maxwell ávallt og lögsótti menn hiklaust sem staðhæfðu slíkt.
Hvað sem því líður þá mættu 4 fyrrum forstjórar Mossad í jarðför Roberts Maxwell auk Itshak Rabin forsætisráðherra sem sagði í ræðu að enginn hefði verið betri vinur Ísraels.
Robert Maxwell féll útbyrðis af snekkju sinni fyrir utan Gran Canary eyjuna og lést árið 1991. Talið er að hann hafi fengið hjartaáfall og fallið útbyrðis, krufning leiddi í ljós að hann hafði ekki drukknað.
Það þótti merkilegt að hann skyldi einmitt látast á þessum tímapunkti í ljósi þess að Englandsbanki hafi óskað eftir fundi með honum eftir að stór lán voru komin í vanskil hjá viðskiptabönkum í Englandi.
Robert Maxwell eignaðist níu börn með eiginkonu sinni Betty, 2 börn létust ung en frægust er líklega yngsta dóttirin Ghislaine Maxwell sem var sambýliskona Jeffrey Epstein sem eins og Robert Maxwell dó óvænt rétt áður en að mikið uppgjör átti sér stað.
