Nú er mál að linni

11. apr. 2013 – 23:17 Hermann Guðmundsson

Bjarni Benediktsson hefur í fjögur ár staðið í ströngu. Hann hefur í 4 skipti boðið sig fram til formanns, öll skiptin fengið mótframboð og sigrað. Samt er stundum talað eins og framið hafi verið valdarán. Þar hafa þeir oft hafa hæst sem minnst hafa lagt á sig.

Hann hefur orðið fyrir meiri og rætnari umfjöllun en nokkur annar maður sem ég hef fylgst með í opinberri umræðu. Þessu hefur hann mætt með jafnargeði og stundum um of. Að honum og hans fjölskyldu hefur verið vegið linnulaust án þess á því séu klárar skýringar. Hugsanlega er hann ekki nægilega innmúraður.

Hver sem hann ákvörðun verður um framhaldið þá er ljóst að sú meðferð sem stjórnmálamenn sæta í okkar þjóðfélagi er til skammar og það er hrein furða að einhver skuli fást til þessara starfa yfir höfuð.

Nú er mál að linni.

Leave a comment