Satya Nadella

Nadella hjónin

Satya er fæddur 1964 í Hyderabad í miðju Indlands. Faðir hans var valdamikill embættismaður og hvatti hann Satya til menntunar. Hann útskrifaðist sem rafmagnsverkfræðingur 1988 og hélt síðan til Bandaríkjanna þar sem hann skráði sig í framhaldsnám í kerfisfræði í háskólanum í Wisconsin.

Hann hefur sagt frá því að eitt það besta við að fara í nám í Wisconsin var sú staðreynd að hann ákvað að hætta að reykja. Í skólanum mátti bara reykja utandyra og kuldinn var slíkur að honum leist ekkert á að halda reykingum áfram.

Eftir útskrift frá háskólanum í Wisconsin bauðst honum að koma til starfa hjá Sun Microsystems. Sun Microsystem var fyrirtæki sem var stofnað af nokkrum Stanford nemendum og skammstöfunin SUN stendur fyrir Stanford University Network. Höfuðstöðvar félagsins voru í lítilli borg sem heitir Santa Clara og er suður af San Francisco. Þarna starfaði Satya sem óbreyttur forritari.

Reyndar hefur höfundur þessara greinar komið þangað í tvígang og litist afar vel á borgina.

Árið 1992 er Satya boðið starf hjá Microsoft sem hann þáði. Á næsta ári heldur hann því uppá 30 ára starfsafmæli hjá Microsoft.

Sama ár og hann hóf störf hjá Microsoft giftist hann Anupama sem er dóttir besta vinar pabba hans og heldur þar með í hefðir frá heimalandinu. Saman eiga þau 3 börn, elsta barnið sem er drengur að nafni Zain fæddist fjölfatlaður eftir að hafa greinst með heilabilun. Að eignast svona mikið fatlað barn hefur breytt öllu í þeirra heimilislífi og hefur Satya líst því hvernig hans eigið lífs viðhorf breyttist eftir þessa barneign.

 Í gegnum árin hefur honum verið falið að stýra fjölmörgum sviðum og deildum hjá félaginu og þeim störfum hefur hann skilað vel af sér. Það sem varð til þess að honum var á endanum falið að verða forstjóri Microsoft 2014 er hversu vel honum gekk í að byggja upp tekjur af skýja þjónustu félagsins og festa í sessi áskriftartekjur.

Þegar hann samþykkti að taka að sér forstjórastarfið sagði Bill Gates við hann að nú þyrfti hann að standa sig því að annars væri þetta síðasta starfið sem hann fengi á ævinni.

Eitt af því fyrsta sem sást til Satya var sú stefnubreyting sem hann tók með því að loka síma framleiðsludeildinni hjá Nokia. Hann sagði upp í það heila 18.000 manns við þá stefnubreytingu sem hann vildi fara. Hann dró stórlega úr aðstoð við notendur á Windows kerfum og fjölgaði fólki sem starfar við skýjalausnir og netöryggismál.

Eitt af þeim ráðum sem Bill Gates og Steve Ballmer gáfu honum sem þriðja forstjóra félagsins frá stofnun var að hann skyldi á engan hátt taka tillit til þess sem á undan væri gengið heldur eingöngu horfa fram á veginn og breyta hverju því sem hann vildi til að tryggja vöxt og viðgang félagsins.

Árangurinn er stórbrotinn þegar litið er á hag hluthafanna. (sjá töflu neðst)

Hans ferill sýnir líka að það er líf eftir að stofnendur sleppa taumunum. Það er þekkt að stofnendur fyrirtækja eiga það til að vera svo vissir um eigin hugmyndir að þeir missa af ótal tækifærum.

Hjá Microsoft er talað um leitarvéla markaðinn og farsímamarkaðinn sem risa tækifæri sem stjórnendum yfirsást. Þeir félagar Bill Gates og Steve Ballmer hafa talað oft um það við núverandi forstjóra að þeir sjái mest eftir því sem þeir hunsuðu sem óspennandi tækifæri á markaði en þeir sjái aldrei eftir þeim mistökum sem þeir framkvæmdu og mistókust.

Satya hefur keypt Linkedin sem hann kallar samfélagsmiðla atvinnurekenda. Þar muni milljarður manna sem í dag nota Microsoft vörur tengjast saman og geta átt viðskipti sín á milli eða fundið starfskrafta og tækifæri.

Þetta var stærsta fjárfesting félagsins til þessa og kostaði hún 26 milljarða dollara.

Það verður að teljast líklegt að þetta starf verði hans síðasta. Hann hefur haft í laun og bónusa hátt í 25 milljarða frá því að hann tók við stjórninni auk þess sem hann seldi hlutabréf í Microsoft fyrir tæpa 40 milljarða fyrir nokkrum dögum. Það er helmingur þeirra bréfa sem honum hefur áskotnast í gegnum samninga sína við félagið.

Leave a comment